Ferðafélagið Hörgur heimasíða

 
 
 
clockhere

Nafn:

Ferðafélagið Hörgur

Farsími:

6907792 Gestur Hauksson umsjónarmaður Baugasels

Afmælisdagur:

Stofnað 23. júní 1981

Heimilisfang:

Laugaland 601 Akureyri

Staðsetning:

Hörgársveit

Heimasími:

Formanns 5885368 / 8972888

Um:

Vefstjóri heimasíðunnar er: Guðmundur Skúlason sími 8461589

Kennitala:

621295-2769

Bankanúmer:

1187-26-3773

Tenglar

 

2005

    Starfsskýrsla formanns, fyrir árið 2005

Starfsemi ársins 2005 hófst að venju með göngu í Baugasel í ágætu veðri á sumardaginn fyrsta, 21. apríl, og vorum við 9 talsins. Á sólstöðum, 21. júní, gengu 22 garpar á Staðarhnjúk við ágætar aðstæður. Þá voru um 60 manns á Jónsmessuvöku í Baugaseli 23. júni. Ásamt þremur öðrum félagasamtökum höfum við séð um Þorvaldsdalsskokkið og að þessu sinni fóru 20 manns um dalinn 2. júlí. Daginn eftir, 3. júlí, var svonefnd pílagrímsganga farin frá Draflastöðum í Fnjóskadal að Laufási um Skuggabjargaskóg. Var í göngunni kynnt ævisaga Sigurðar Sigurðarsonar búnaðarmálastjóra, en hann var mikill frumkvöðull í landbúnaði og í raun fyrsti skógfræðingurinn íslenskur. Talsvert rok og rigning var á göngudaginn en þátttakendur voru 19 og drukku þeir kaffi í Laufási að lokinni göngu. Í júlí var haldið skákmót í Baugaseli í minningu Steinbergs í Spónsgerði. Það var í umsjá Skákfélags Akureyrar með aðstoð Hörgs. Þá buðum við upp á göngu um svæði Hrauns í Öxnadal 27. ágúst og voru þátttakendur 5 og veður ágætt. Þá eru líklega upptaldir viðburðir ársins 2005, en árið 2006 er Ferðafélagið 25 ára og var af því tilefni haldin kvöldvaka á Melum 24. mars. Var afmælinu fagnað að líklega 70 manns viðstöddum. Dagskráin var á þá lund að Guðmundur Skúlason rifjaði upp gamlar ferðir, Snorri Óskarsson sýndi myndir frá klifi á Hraundranga, Anna Sigríður dóttir hans söng einsöng og Bjarni E. Guðleifsson sagði frá svonefndri háfjallagöngu. Ferðafélag Íslands sendi fulltrúa sína á fundinn, þá Valgarð Egilsson, varaformann og Pál Guðmundsson framkvæmdastjóra. Þeir ávörpuðu fundarmenn og færðu þeir Hörgi stóra Íslandsatlasinn að gjöf. Séra Gylfi stjórnaði almennum söng og Kirkjukórinn sá um veglegar veitingar.

Sem fyrr verð ég að viðurkenna að ég hef nokkrar áhyggjur af framtíð Ferðafélagsins, enda þótt starfsemin hafi fram undir þetta gengið ágætlega með þessum fáu og fremur einföldu viðburðum.

Ég vil þakka stjórnarmönnum fyrir ágætt samstarf.

19, júní 2006
Bjarni E. Guðleifsson
Flettingar í dag: 216
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 24
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 234490
Samtals gestir: 55581
Tölur uppfærðar: 18.2.2020 15:06:56