Ferðafélagið Hörgur heimasíða

 
 
 
clockhere

Nafn:

Ferðafélagið Hörgur

Farsími:

6907792 Gestur Hauksson umsjónarmaður Baugasels

Afmælisdagur:

Stofnað 23. júní 1981

Heimilisfang:

Laugaland 601 Akureyri

Staðsetning:

Hörgársveit

Heimasími:

Formanns 5885368 / 8972888

Um:

Vefstjóri heimasíðunnar er: Guðmundur Skúlason sími 8461589

Kennitala:

621295-2769

Bankanúmer:

1187-26-3773

Tenglar

 

2006

      Starfsskýrsla formanns, fyrir árið 2006 

Starfsemi þessa litla félags er með sama sniði ár frá ári, en á síðasta ári héldum við upp á 25 ára afmæli þess með eftirminnilegri afmæliskvöldvöku á Melum 23. mars. Að öðtu leyti var dagskrá síðastliðins árs alveg hefðbundin, en þó með örlitlum frávikum. Sólstöðuganga var á Staðarhnjúk 21. júní með 12 þátttakendum, Jónsmessuvaka í Baugaseli 23. júní og mættu þar um 80 manns, Þorvaldsdalsskokkið 1. júlí með 29 keppendum, 32 manna Pílagrímsganga frá Grund að Möðrufelli var 2. júlí með, Sigling með Húna II. 4. september með 12 þátttakendum í ágúst, Jónsarganga um land Hrauns í Öxnadal 27. ágúst ( 10 manns) og 3. september var svo farin hleðsluferð að Sauðaborg í Vindheimalandi og mættu 14 manns. Dagskráin það sem af er þessu ári hófst með tveggja manna göngu í Baugasel á sumardaginn fyrsta, 19. apríl. Ferðafélagið tók svo þátt í Fífilbrekkuhátíð að Hrauni í Öxnadal 16. júní og gengu 30 manns umhverfis fellið Einbúa.

Það er af Baugaseli að frétta að þar er allt við það sama, bærinn batnar ekki með tímanum, en annars hefur tímans tönn unnið ótrúlega lítið á þessu fallega húsi.

Dagskrá komandi sumars er ráðgerð svipuð og síðastliðið ár. Til dæmis ætlum við að fara aftur að Sauðaborginni og klára að lagfæra hana.

Læt ég svo þessari fátæklegu starfsskýrslu lokið.

19. júní 2007
Bjarni E. Guðleifsson
Flettingar í dag: 216
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 24
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 234490
Samtals gestir: 55581
Tölur uppfærðar: 18.2.2020 15:06:56