Ferðafélagið Hörgur heimasíða

 
 
 
clockhere

Nafn:

Ferðafélagið Hörgur

Farsími:

6907792 Gestur Hauksson umsjónarmaður Baugasels

Afmælisdagur:

Stofnað 23. júní 1981

Heimilisfang:

Laugaland 601 Akureyri

Staðsetning:

Hörgársveit

Heimasími:

Formanns 5885368 / 8972888

Um:

Vefstjóri heimasíðunnar er: Guðmundur Skúlason sími 8461589

Kennitala:

621295-2769

Bankanúmer:

1187-26-3773

Tenglar

 

2008


Starfsskýrsla formanns, fyrir árið 2008

Sumardaginn fyrsta, 24. apríl, gengu einungis tveir í Baugasel, en 16 manns gengu hins vegar á Staðarhnjúk á sólstöðum 21. júní. Talsverður mannfjöldi kom á Jónsmessuvökuna í Baugaseli að vanda. Þorvaldsdalsskokkið var 5. júlí og hlupu 20 manns og 20 gengu undir leiðsögn. Veður var hið besta. Ferðafélagið var þátttakandi í sameiginlegri og fjölmennri árshátíð félagasamtaka á starfssvæðinu fyrsta vetrardag, 25. október.

Sótt var um styrk til Vegagerðarinnar árið 2008 vegna vegarins inn að Baugaseli, en fjárveiting fékkst ekki. Formaður fór 22. nóvember á fund með deildum Ferðafélgs Ísland í höfuðstöðvunum í Reykjavík. Þar voru líklega mættir fulltrúar 8 deilda og voru sameiginleg áhugamál rædd öllum til gagns.

Þess má geta að formaður Ferðafélagsins hefur tekið þátt í gerð göngukorta af Tröllaskaganum sem Hólaskóli veitir forystu. Fyrsta kortið kom út fyrir þremur árum og er nú uppselt, en það nær yfir miðju Tröllaskagans. Formaður er að undirbúa leiðréttingar á næstu prentun. Kort af norðurhluta skagans kom út í fyrra. Einnig vinnur formaður ásamt Ingvari Teitssyni að undirbúningi á þriðja kortinu sem er af austurhluta skagans, svæðinu umhverfis Þorvaldsdal. Þessi tvö kort koma varla út fyrr en næsta vor.

Þá er rétt að nefna að formaður veitir forystu verkefnis um fjallaörnefni við Eyjafjörð, en þar eru teknar skámyndir af fjöllum og dölum úr flugvél og örnefni færð inn á myndirnar. 

Enn veltum við fyrir okkur framtíð þessa litla félags. Eins og mörg önnur félagasamtök á það í vök að verjast. Starfið byggist á fáum aðilum, en er sem betur fer ekki viðamikið. Það er þó skoðun mín nú að betra sé að halda starfseminni áfram fremur en að hætta og með það fyrir augum höfum við sett upp dagskrá fyrir þetta ár.

Ég þakka samstarfsfólki mínu og einnig þakka ég tryggðina við Ferðafélagið Hörg hjá þeim sem telja félagið þess virði að vera á félagsakrá. Félagar eru nú tæplega 50 talsins.

 

18. júní 2009

Bjarni E. Guðleifsson

Flettingar í dag: 216
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 24
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 234490
Samtals gestir: 55581
Tölur uppfærðar: 18.2.2020 15:06:56