Ferðafélagið Hörgur heimasíða

 
 
 
clockhere

Nafn:

Ferðafélagið Hörgur

Farsími:

6907792 Gestur Hauksson umsjónarmaður Baugasels

Afmælisdagur:

Stofnað 23. júní 1981

Heimilisfang:

Laugaland 601 Akureyri

Staðsetning:

Hörgársveit

Heimasími:

Formanns 5885368 / 8972888

Um:

Vefstjóri heimasíðunnar er: Guðmundur Skúlason sími 8461589

Kennitala:

621295-2769

Bankanúmer:

1187-26-3773

Tenglar

 

2009

    Starfsskýrsla formanns, fyrir árið 2009

Ferðafélagið var stofnað árið 1981 sem deild í Ferðafélagi Íslands og með starfssvæði í sveitarfélögum sem nú nefnast Arnarneshreppur og Hörgárbyggð og er á milli Ferðafélags Akureyrar og Ferðafélags Svarfdæla. Félagaskrá hefur lengst af talið um 50 manns en er nú rúmlega 40. Fyrst í stað snérist starfsemin mikið um endurbyggingu eyðibæjarins að Baugaseli í Barkárdal sem nú þjónar sem gönguskáli. Síðan því verki lauk hefur félagið að mestu haldið sig við dagsferðir sem margar hverjar eru árlegar og ekki allar mjög fjölsóttar.

Aðalfundur félagsins var haldinn 18 júní og var stjórnin endurkjörin en í henni eru Bjarni E. Guðleifsson Möðruvöllum, Guðmundur Skúlason Staðarbakka og Gestur Hauksson Þríhyrningi.

Árið 2009 var með nokkuð hefðbundnu sniði. Fyrsta ferð ársins hefur ætíð verið gönguferð í Baugasel á sumardaginn fyrsta sem að þessu sinni var 23. apríl. Að þessu sinni voru göngumenn einungis tveir. Þann 13. júní, á svonefndri Fífilbrekkuhátíð, stóð Ferðfélagið, ásamt Ferðafélagi Akureyrar, fyrir níu manna göngu á Hallok sem er norðurendi Drangafjalls sem Hraundrangi prýðir. Síðdegis sama dag var ganga í samvinnu við Menningarfélagið Hraun í Öxnadal upp að Hraunsvatni og voru þátttakendur 12 talsins. Þann 21. júní var efnt til árlegrar sólstöðugöngu á Staðarhnjúk í Möðruvallafjalli og tóku 28 manns þátt í henni. Í árlegri Jónsmessuvöku 23. júní komu um 50 manns sem dvöldu þar við söng og leik fram yfir miðnætti. Þá tekur ferðafélagið þátt í framkvæmd Þorvaldsdalsskokksins sem nú var 4. júlí. Hlupu 29 manns dalinn á enda en 20 gengu undir leiðsögn. Í samvinnu við Ferðafélag Skagfirðinga var farin 38 manna pílagrímsferð yfir Nýjabæjarfjall úr Tinnárdal í Skagafirði yfir í Svardal, hliðardal Villingadals í Eyjafirði. Átti þetta að vera ferð í fótspor Jónasar Hallgrímssonar en á þessari ferð sinni fyrir 170 árum var hann hætt kominn og beið þess aldrei bætur. Ekki er til lýsing á þessum hrakningum Jónasar og eftir þessa ferð okkar er tæpast talið að hann hafi farið þá leið sem við fórum. Dagana 9.-14. ágúst efndi ferðafélagið til daglegra giljagangna. Voru skoðuð eitt eða tvö gil hvern dag. Um var að ræða Krossastaðagil og Fossárgil á Þelamörk, Bægisárgil, Gloppugil og Gilsgil í Öxnadal, Tungugilin tvö í Hörgárdal, Kotárgil og Bólugil í Skagafirði og loks Grjótárgil og Myrkárgil í Hörgárdal. Voru fengnir staðkunnugir heimamenn til leiðsagnar í öll gilin. Þátttaka var mjög mikil, frá 10-40 manns.

Á næsta ári verður félagið okkar 30 ára og stefnum við að því að minnast afmælisins veglega.

Bjarni E. Guðleifsson

Flettingar í dag: 216
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 24
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 234490
Samtals gestir: 55581
Tölur uppfærðar: 18.2.2020 15:06:56