Ferðafélagið Hörgur heimasíða

 
 
 
clockhere

Nafn:

Ferðafélagið Hörgur

Farsími:

6907792 Gestur Hauksson umsjónarmaður Baugasels

Afmælisdagur:

Stofnað 23. júní 1981

Heimilisfang:

Laugaland 601 Akureyri

Staðsetning:

Hörgársveit

Heimasími:

Formanns 5885368 / 8972888

Um:

Vefstjóri heimasíðunnar er: Guðmundur Skúlason sími 8461589

Kennitala:

621295-2769

Bankanúmer:

1187-26-3773

Tenglar

 

Árið 2002

    Starfsskýrsla formanns, fyrir árið 2002

 

Skýrsla þessi verður ekki löng, enda starfsemi félagsins afar hefðbundin á árinu, og óþarfi að orðlengja á hverju ári um viðburði. Félagar eru enn rúmlega 50.

 

Að venju var gengið í Baugasel á sumardaginn fyrsta og voru þátttakendur 12. Talsvert fleiri gengu svo á Staðarhnjúk á sólstöðum og var gangan í samvinnu við UMSE en Staðarhnjúkur var eitt af 14 fjöllum á landinu sem ungmennafélagshreyfingin valdi í átakinu "Fjölskyldan á fjallið". Þeir sem skrifuðu sig í gestabók á þessum 14 tindum voru þá komnir í happdrættispott hjá UMFÍ. Að venju var þónokkuð á annað hundrað manns á Jónsmessuvöku í Baugaseli. Tuttugu manns tóku þátt í Þorvaldsdalsskokkinu fyrstu helgina í júlí en pílagrímsganga að Kvíabekk í Ólafsfirði féll niður vegna þoku og dimmviðris. Baugaselsskákmótið var viku síðar og tókst vel með 10 keppendum og sigraði Áskell Örn Kárason en hann skrifaði síðan grein um mótið í tímaritið Skák. Ferðafélagið var þátttakandi í sameiginlegri árshátíð 5 félagasamtaka á svæðinu.

 

Af framkvæmdum er það eitt að nefna að um haustið var lagt torf á þekjur Baugaselsbæjarins og var það talsvert mikið verk. Þeir sem tóku þátt í þeirri framkvæmd voru Bjarni formaður, Gestur gjaldkeri, Róbert Jósavinsson og Ari Friðfinnsson.

 

Formaður tók þátt í haustfundi deilda Ferðafélags Íslands í Reykjavík í nóvember, en þar er rætt um starfemi deildanna. Umræður snúast mikið um gistigjöld, sölustarfsemi og fjárhag, sem eru mál sem snerta lítið starfsemi okkar litla félags. Hins vegar fór enginn í afmælishóf Ferðafélags Íslands í nóvemberlok, en þá var Ferðafélag Íslands 75 ára.

Þá ber að geta þess að formaður er þáttakandi í því að undirbúa og vinna að gerð gönguleiðakorts yfir Tröllaskaga. Er verk þetta aðallega unnið í samvinnu við menn á Hólum í Hjaltadal. Verða þetta nákvæm kort í mælikvarðanum 1:50.000 með mörgum örnefnum og verða megingönguleiðir teiknaðar inn en á baksíðu verða leiðalýsingar. Þess má einnig geta að einnig er formaður þátttakandi í því á vegum Sögufélags Eyfirðinga að koma út myndabók með fjallaörnefnum á sjöllunum umhverfis Eyjafjörð. Er það verk unnið í samstarfi 14 manna en teknar eru myndir af fjöllunum úr flugvél. 
    

 

Að lokum vill formaður þakka samstarfsmönnum í stjórn og öðrum sem að starfemi Ferðafélagsins Hörgs hafa komið á síðasta ári.

 

        9. maí 2003

 

        Bjarni E. Guðleifsson

Flettingar í dag: 216
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 24
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 234490
Samtals gestir: 55581
Tölur uppfærðar: 18.2.2020 15:06:56