Ferðafélagið Hörgur heimasíða

 
 
 
clockhere

Nafn:

Ferðafélagið Hörgur

Farsími:

6907792 Gestur Hauksson umsjónarmaður Baugasels

Afmælisdagur:

Stofnað 23. júní 1981

Heimilisfang:

Laugaland 601 Akureyri

Staðsetning:

Hörgársveit

Heimasími:

Formanns 5885368 / 8972888

Um:

Vefstjóri heimasíðunnar er: Guðmundur Skúlason sími 8461589

Kennitala:

621295-2769

Bankanúmer:

1187-26-3773

Tenglar

 

Árið 2001

    Starfsskýrsla formanns, fyrir árið 2001

 

Síðasti aðalfundur var haldinn fyrir rúmu ári síðan. Starfsárið hefur að mestu leyti verið hefðbundið. Félagar eru um 50.

 

Ferðafélagið varð 20 ára á þessu ári. Af því tilefni var haldin vegleg afmæliskvöldvaka á Melum 23 mars og mættu líklega um 130 manns. Formaður gerði sögu félagsins skil í myndum og máli, hagyrðingarnir Pétur Pétursson, Sigurður Sigurðarson og Stefán Vilhjálmsson skemmtu mönnum, sönghópurinn Ferðalangar söng undir stjórn séra Gylfa Jónssonar og félagar úr Leikfélagi Hörgdæla voru með söngatriði, þau Fanney Valsdóttir og Árni Þórisson. Þótti þetta allt takast með miklum ágætum.

   

Segja má að fastir liðir starfsins hafi verið eins og venjulega. Um var að ræða göngu í Baugasel á sumardaginn fyrsta með 5 þáttakendum. Um 30 manns tóku þátt í sólstöðugöngu á Staðarhnjúk 21. júni og mikið fjölmenni, hátt í 200 manns, var að vanda á Jónsmessuvöku í Baugaseli. Var þetta í raun 20 ára afmælisdagur Ferðafélagsins, en það var stofnað þar á Jónsmessu 1981. Þorvaldsdalsskokkið var svo 7. júlí í afbragðsveðri og voru þáttakendur 22, en samstarfsmenn okkar í því eru Ungmennafélagið Reynir og Ferðaþjónustan í Ytra-Kálfsskinni/Ytri-Vík. Daginn eftir var svo haldið í aðra pílagrímsgönguna, en hún er farin í samvinnu við Prestafélag Hólastiftis forna og Minjasafnið á Akureyri. Að þessu sinni var gengið til Hóla um Hjaltadalsheiði og var æviferill Jóns á Bægisá rakinn, en hann orti eftirminnilega vísu á heiðinni. Farið var frá Minjasafnskirkjunni og komið við í Bægisárkirkju og Myrkárkirkjugarði undir leiðsögn sóknarprestsins. Þátttakendur voru um 30 og tók gangan frá Grjótá að Hólum um 12 tíma, en þar sá Glerárprestur um helgistund. Ekið var heim með rútu um kvöldið. Loks er þess að geta að 5 félög sem starfa í Möðruvallaklaustursprestakalli héldu sameiginlega árshátíð í Hlíðarbæ 27 október. Þetta voru auk Ferðafélagsins Hrossaræktarfélagið Framfari, Kirkjukór Möðruvallaklaustursprestakalls, Leikfélag Hörgdæla og Ungmennafélagið Smárinn. Auk kvöldverðar og dansleiks lögðu félögin fram sinn hluta í ágætri skemmtidagskrá, og mættu um 180 manns.  Minningarskákmót um Steinberg Friðfinnsson var haldið í júlímánuði í Baugaseli.
 

 

Formaður tók þátt í haustfundi deilda Ferðafélags Íslands á Norður- og Austurlandi sem haldinn var á Akureyri 20. nóvember. Þar var meðal annars frætt um brunavarnir í skálum og ýmis mál er tengjast meira stærri félögunum. Ferðfélagið Hörgur er lítið félag með lítinn rekstur og því litlar kvaðir, en ætti að hafa góða möguleika á að halda úti hæfilegri og áhugaverðri dagskrá. En til þess að svo megi verða þurfa fleiri að koma að því. Segja má að við höfum vanrækt Baugaselsbæinn eftir að við lukum byggingu hans. Nú fer að koma að nauðsynlegu viðhaldi, og er orðið brýnt að endurnýja torfið á þekjunum næsta sumar.

 

Við höfum ekki gert langtímaáætlanir og aldrei sent ferðaáætlanir okkar í sameiginlega dagskrá ferðafélaganna. það gerðum við þó núna, nefnum þar þessa föstu liði sem ævinlega eru á áætlun okkar.

 

Ég læt svo þessari ársskýrslu lokið og þakka meðstjórnarmönnum mínum gott samstarf og óska öllum félögum velfarnaðar. 
  

 

        Bjarni E. Guðleifsson

 

Flettingar í dag: 216
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 24
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 234490
Samtals gestir: 55581
Tölur uppfærðar: 18.2.2020 15:06:56