Ferðafélagið Hörgur heimasíða

 
 
 
clockhere

Nafn:

Ferðafélagið Hörgur

Farsími:

6907792 Gestur Hauksson umsjónarmaður Baugasels

Afmælisdagur:

Stofnað 23. júní 1981

Heimilisfang:

Laugaland 601 Akureyri

Staðsetning:

Hörgársveit

Heimasími:

Formanns 5885368 / 8972888

Um:

Vefstjóri heimasíðunnar er: Guðmundur Skúlason sími 8461589

Kennitala:

621295-2769

Bankanúmer:

1187-26-3773

Tenglar

 

Árið 1999 og 2000

    Starfsskýrsla formanns, fyrir árin 1999 og 2000

 

Að þessu sinni nær skýrsla Ferðafélagsins yfir nær tvö ár, vegna þess hve seint árs aðalfundurinn er haldinn. Engu að síður er skýrslan stutt, aðallega vegna þess að starfsemin var í lágmarki bæði árin, kannski vegna þess að formaður var erlendis bæði sumarið 1999 og 2000.

Starfsemin bæði árin var nær engöngu fastir liðir, og tókust þeir bæði árin ágætlega. Um er að ræða gönguferð í Baugasel á sumardaginn fyrsta, sólstöðugöngu á Staðarhnjúk, Jónsmessuvöku í Baugaseli og Þorvaldsdalsskokkí byrjun júlí. Þátttaka í alla þessa viðburði var hefðbundin og oft ágæt. Einkum hefur verið gaman að sjá hve vel unga fólkið hefur mætt bæði í sólstöðugönguna og Jónsmessuvökuna í Baugaseli.Þess má geta að á Jónsmessuvökunni 1999 gaf Skógræktarfélag Eyfirðinga okkur reyniviðarplöntu í Baugasel og plantaði framkvæmdastjóri félagsins henni við bæinn með aðstoð þeirra Baugaselsbræðra Reynis og Ara. Eina viðbótin við hefðbundið starf þessi tvö sumur var sú að sumarið 2000 tók Ferðafélagið þátt í Pílagrímsgöngu yfir Heljardalsheiði að Hólum í Hjaltadal þann 8. júli ásamt Minjasafninu á Akureyri og Prestafélagi Hólastiftis hins forna.. Þátttakendur voru 26 í blíðskaparveðri og var formaður Hörgs fararstjóri og Gunnlaugur Garðarsson sá um hugvekjur á leiðinni. Fararstjóri tengdi ferðina för Guðmundar góða yfir Heljarðdalsheiði 1196. Í október í haust fór svo formaður á fund deilda Ferðafélags Íslands sem haldinn var í Reykjavík.
 

Eðlilegt er að hugleiða framtíð félagsins okkar, félags sem hefur starfað sæmilega í nær 20 ár. Mér hefur verið hugsað til þess hvort lítið félag einsog Hörgur eigi rétt á sér. Þetta er minnsta ferðafélag á landinu, en þó alls ekki það dauðalegasta, þetta sannfærðist ég um á fyrrgreindum deildarfundi. Hins vegar veldur það áhyggjum hve illa okkur tekst að virkja unga fólkið. Eftir 20 ára starf eru það enn sömu einstaklingarnir að mestu leyti sem standa í fylkingarbrjósti, og ekki er sami kraftur í starfinu eins og þegar unnið var við uppbyggingu Baugaselsbæjarins. Hefur mér dottið í hug að annaðhvort þurfi að fara í einhver viðlíka verkefni eða leggja félagið niður og sameina það annaðhvort deildinni á Akureyri eða í Svarfaðardal. Ég held þó að við ættum að starfa enn um sinn og halda veglega upp á tvítugsafmælið á næsta ári. Um huga minn fljúga hugmyndir um mikla og eftirtektarverða jónsmessuvöku í Baugaseli, kvöldvöku á Melum, útgáfu afmælisrits og eina áhugaverða langferð. 

      Ég vil þakka samstarfsmönnum og almennum félögum fyrir samstarfið og læt þessu lokið.
    

        Bjarni E. Guðleifsson 

Flettingar í dag: 216
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 24
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 234490
Samtals gestir: 55581
Tölur uppfærðar: 18.2.2020 15:06:56