Ferðafélagið Hörgur heimasíða

 
 
 
clockhere

Nafn:

Ferðafélagið Hörgur

Farsími:

6907792 Gestur Hauksson umsjónarmaður Baugasels

Afmælisdagur:

Stofnað 23. júní 1981

Heimilisfang:

Laugaland 601 Akureyri

Staðsetning:

Hörgársveit

Heimasími:

Formanns 5885368 / 8972888

Um:

Vefstjóri heimasíðunnar er: Guðmundur Skúlason sími 8461589

Kennitala:

621295-2769

Bankanúmer:

1187-26-3773

Tenglar

 

Árið 1997


    Starfsskýrsla formanns, fyrir árið 1997

 

Að þessu sinni er óvenju stutt á milli aðalfunda, en síðasti aðalfundur var haldinn seint á árinu 1997. Svo sem venjulega hefur starf félagsins að mestu legið niðri yfir veturinn, þannig að þessi ársskýrsla verður mjög stutt. Stjórn félagsins er skipuð þeim Bjarna E. Guðleifssyni formanni, Guðmundi Skúlasyni gjaldkera og Gesti Haukssyni ritara. Félagið er alls ekki dautt úr öllum æðum og enn eru félagar um 50.  Vegna þess að nær engin starfsemi hefur verið síðan á síðasta aðalfundi, er rétt að rifja upp það sem sagt var í síðustu ársskýrslu um starf félagsins sumarið og haustið 1997:

 

"Fyrsta ferðin var á sumardaginn fyrsta, 24. apríl, gönguferð í Baugasel, og fóru þá einungis einn maður og hundur hans. Þá var ágæt þátttaka bæði í sólstöðugöngunni og Jónsmessuvökunni í Baugaseli, og þá skrifuðu 130 manns í gestabókina. Þorvaldsdalsskokkið sem fór fram 5. júlí var þreytt af 20 keppendum og bætti Jón Ívar Rafnsson metið en hann hljóp á 2 tímum, 7 mínútum og 37 sekúndum. Ferðafélagið stóð svo að minningarskákmóti um Steinberg Friðfinnsson og voru keppendur 7. Sigurvegari var Jón Björgvinsson, og fékk hann farandbikarinn til varðveislu. Í haust voru unnin nokkur dagsverk við veginn upp í Baugasel. var borið ofan í veginn upp hálsinn og sums staðar lengra áleiðis. Einnig var borið ofan í veginn á móunum niður við Bug. Var að þessu talsverð bót. Í október boðaði Ferðafélag Akureyrar til samráðsfundar ferðafélaganna á Norður- og Austurlandi og mættu fulltrúar allra deildanna 6 auk formanns Ferðafélags Íslands. Var þarna skiptst ágætlega á skoðunum og hugmyndum, en vandi stærri félaganna, sem eiginlega eru komin út í ferðaþjónustu er dálítið annar en hinna minni félaga. Fleiri urðu viðburðir félagsins ekki á árinu 1997."

 

Þetta var upprifjun á því sem gert var í fyrra sumar. Nú í vetur höfum við tekið af  alvöru til við verkefni sem við höfum allengi haft á prjónunum. Við höfum gengið til samstarfs við Ferðaskrifstofuna Nonna um vikuferð til Grænlands. Voru því haldnar tvær opnar Grænlandskynningar í Þelamerkurskóla. Var hin fyrri 4. mars og kynntu þá hjónin Helena Dejak og Sigurður Aðalsteinsson þennan granna okkar í vestri. Hin síðari var 15. apríl og þá fjallaði Ingþór Bjarnason um Grænland í máli og myndum. Tókust þessar samkomur mjög vel og mættu 20-40 manns í hvort skipti. Er nú ákveðið að fara til Grænlands 5. ágúst og verður hópnum skipt þar í tvennt, gönguhóp og sögustaðahóp. Mun Ingþór Bjarnason leiða gönguhópinn en Bjarni E. Guðleifsson sögustaðahópinn. Eru þegar komnir nokkrir þáttakendur.  

 

Með þessu lýkur stuttri starfsskýrslu Ferðafélagsins Hörgs og vil ég sem fyrr þakka samstarfsmönnum mínum fyrir gott samstarf.

 

 

Bjarni E. Guðleifsson

Flettingar í dag: 216
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 24
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 234490
Samtals gestir: 55581
Tölur uppfærðar: 18.2.2020 15:06:56