Ferðafélagið Hörgur heimasíða

 
 
 
clockhere

Nafn:

Ferðafélagið Hörgur

Farsími:

6907792 Gestur Hauksson umsjónarmaður Baugasels

Afmælisdagur:

Stofnað 23. júní 1981

Heimilisfang:

Laugaland 601 Akureyri

Staðsetning:

Hörgársveit

Heimasími:

Formanns 5885368 / 8972888

Um:

Vefstjóri heimasíðunnar er: Guðmundur Skúlason sími 8461589

Kennitala:

621295-2769

Bankanúmer:

1187-26-3773

Tenglar

 

Árið 1995


    Ársskýrsla formanns, fyrir árið 1995

 

Ferðafélagið okkar er deild í Ferðafélagi Íslands og sennilega ein sú fámennasta.

Ég kynntist þessu nokkuð þegar ég á síðasta hausti sótti sameiginlegan fund deildanna á Norður- og Austurlandi. Þar er rekstur skálanna miklu meira mál en fremur þægilegur rekstur bæjarins okkar í Baugaseli. Á þessum fundi kom fram að Ferðafélagið á Vopnafirði hefur verið lagt niður, en það hefur verið lítil starfsemi á seinni árum. Önnur félög á svæðinu eru Ferðafélag Skagfirðinga, Ferðafélag Svarfdæla, Ferðafélag Húsavíkur og Ferðafélag Fljótsdalshéraðs.   

 

Félagið hefur nú starfað í 15 ár og er nokkuð svipuð ár frá ári. Hefur starfið fyrst og fremst snúist um uppbygginguna í Baugaseli og viðhald á aðstöðunni þar ásamt gönguferðum og stöku kvöldvökum. Árið í ár var með nokkuð hefðbundnu sniði, en helstu áhyggjur eru þær að starfsemin byggist mikið á sömu einstaklingunum, og við sjáum ekki unga fólkið taka við af okkur sem eldri erum. Er þetta eflaust okkur forsprökkunum að kenna, en á þessu þurfum við að taka nú þegar.

 

Stjórn félagsins er þannig skipuð:

Bjarni E. Guðleifsson, Möðruvöllum, formaður

Gestur Hauksson, Þríhyrningi, ritari

Guðmundur Skúlason, Staðarbakka, gjaldkeri

 

Helstu atburðir starfsársins voru þessir:

Sólstöðuganga var á Staðarhnjúk í Möðruvallafjalli 21. júní. Hefðbundin Jónsmessuvaka var í Baugaseli 23. júní og var hún ágætlega sótt svo sem fyrr. Þann 28. júní liðsinnti ferðaskrifstofan Nonni okkur við siglingu frá Akureyri til Hjalteyrar þar sem kaffi var drukkið á gamla hótelinu og staðurinn skoðaður. Ásamt þremur öðrum aðilum stóð félagið fyrir Þorvaldsdalsskokkinu 1. júlí í fyrra og voru þáttakendur rúmlega 30 en veður var fremur óhagstætt. Í samvinnu við Ferðafélag Svarfdæla tókum við þátt í 60 manna gönguferð upp að Hraunsvatni í blíðskaparveðri þann 2. júlí. Síðla sumars var svo gengið með gestabók upp á Kistu í Vindheimafjallgarði og er þetta fjórða og síðasta gestabókin sem við komum fyrir á fjallstindi. Þátttakendur voru 5 og var gengið upp Húsárskarð frá Ytri-Bægisá, að mestu í þoku og komu miklar sprungur á jöklinum okkur á óvart. Við stefndum að kvöldvöku í Baugaseli um haustið, en vegna ónógrag þáttöku var henni frestað til 1. apríl og tókst hún ágætlega. Þá var á sumardaginn fyrsta gengið á Kaldbak og voru þáttakendur einungis fjórir, en veður var gott enda þótt við sæjum ekert frá okkur vegna þoku á tindinum.    

 

Ég hef á flestum aðalfundum tíundað verkefni sem framundan eru. Ég ætla ekki að gerða það núna nema nefna tvö atriði. Hið fyrra er að við höfum fastákveðið að gera í sumar út leiðangur ásamt hestamönnum til að hlaða upp vörðurnar á Hjaltadalsheiði, þannig að hægt verði að fara þessa fornu leið eftir fornum vegvísum. Þá langar okkur í tilefni af 15 ára starfi að gera eitthvað verulegt á árinu og höfum beðið Ferðaskrifstofuna Nonna að athuga möguleika á áhrifaríkri og ódýrri ferð til Grænlands síðsumars.  

 

Með þessu lýk ég þessari stuttu ársskýrslu og þakka samstarfsmönnum mínum í stjórninni og almennum félögum, ekki síst ykkur sem mætið á aðalfundi fyrir áhugasemi og gott samstarf.

 

Bjarni E. Guðleifsson  

Flettingar í dag: 216
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 24
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 234490
Samtals gestir: 55581
Tölur uppfærðar: 18.2.2020 15:06:56