Ferðafélagið Hörgur heimasíða

 
 
 
clockhere

Nafn:

Ferðafélagið Hörgur

Farsími:

6907792 Gestur Hauksson umsjónarmaður Baugasels

Afmælisdagur:

Stofnað 23. júní 1981

Heimilisfang:

Laugaland 601 Akureyri

Staðsetning:

Hörgársveit

Heimasími:

Formanns 5885368 / 8972888

Um:

Vefstjóri heimasíðunnar er: Guðmundur Skúlason sími 8461589

Kennitala:

621295-2769

Bankanúmer:

1187-26-3773

Tenglar

 

Árið 1994


    Ársskýrsla formanns, fyrir árið 1994

 
    Ekki hefur orðið nein sérstök uppsveifla í starfsemi

    Ferðafélagsins Hörgs á nýliðnu starfsári. Starfsemin hefur verið

    svipuð og síðustu ár og því fer fjarri að nein dauðamerki séu á

    félaginu. Stjórnin hefur reynt að standa fyrir þeim árvissu

    viðburðum sem einkenna starfsemi þessa litla félags. Í

    sólstöðugönguna á Staðarhnjúk voru einungis fjórir þáttakendur en

    mikill fjöldi manna mætti hins vegar á Jónsmessuvökuna í

    Baugaseli að vanda. Þá átti Ferðafélagið frumkvæðið að því að efna

    til Þorvaldsdalsskokks þann 10. júlí en þá var farið frá Fornhaga

    að Árskógi. Til skokksins mættu nærri 50 þáttakendur víðs vegar að

    af landinu. Sigurvegarinn var frá Akranesi og hljóp hann dalinn

    endilangann á 2 tímum og 14 mínútum. Mæltist þetta vel fyrir og

    verður það endurtekið nú í sumar. Síðsumars var svo gengið með

    gestabók á Þverbrekkuhnjúk og voru þáttakendur 14, þar á meðal

    blaðamaður er tók myndir og sagði frá ferðinni í ferðablaði

    Morgunblaðsins. Gengið var fram Vatnsdal og komið niður í Öxnadal

    í björtu veðri en talsverðum strekkingi. Þann 25. nóvember fóru 19

    manns til kvöldvöku í Baugaseli og var þar dvalið við spilamennsku

    og annan gleðskap fram undir miðnætti.

 

    Eru þá upptaldir viðburðir starfsársins, en á aðalfundinum skulum

    við líta fram á við, og velta fyrir okkur hugmyndum um starfsemi

    næsta árs. Við getum til dæmis velt því fyrir okkur hvort við

    eigum einungis að viðhalda þessum föstu viðburðum eða hvort

    tilefni sé til að færast meira í fang. Við í stjórninni höfum

    nokkuð rætt þetta, og þykir full ástæða til að hugleiða hvort við

    hugsanlega ættum enn einu sinni að reyna að bjóða upp á einhverja

    aðra ferð en gönguferð, svo sem bílferð, bátsferð eða flugferð, en

    stundum hefur það tekist, en þó sjaldan á seinni árum. Uppi er

    hugmynd um að fara í siglingu frá Akureyri til Hjalteyrar, en

    Ferðaskrifstofan Nonni býður upp á slíkar ferðir, en þær enda á

    því að komið er við á Hótelinu á Hjalteyri og Hjalteyrin er

    skoðuð. Einnig höfum við rætt möguleika á því að endurvekja

    aðgerðir í Baugaseli, en þar bíða verkefni svo sem innrétting og

    frágangur á fjósi. Þess ber svo að geta að í vetur unnu hross

    talsverð spjöll á framhlið bæjarins, en það hefur reyndar gerst

    áður. Þrír Baugaselsbræðra hafa nú lagfært þetta undir forystu Ara

    Friðfinnssonar, en þeir bræður hafa ætíð reynst okkur vel þegar

    lagtækra handa er þörf. Einnig höfum við áður rætt um þá hugmynd

    að lagfæra vörður sem eru að falli komnar á gönguleiðum á svæðinu

    okkar. Spurning er hvort félagsmenn eru tilbúnir í átök eða ekki.

 

    Á ferðaáætlun næsta árs er ráðgert að fara með gestabók upp á

    Kistu, og er það síðasta gestabókin sem við ætlum að koma

    fyriruppi á fjallstindi að sinni. Einnig höfum við ákveðið að efna

    til gönguferðar upp að Hraunsvatni 2. júlí í samvinnu við

    Ferðafélag Svarfdæla og rætt hefur verið um að hengja sig á eina

    ferð Ferðafélags Akureyrar.

 

    Bjarni E. Guðleifsson

Flettingar í dag: 216
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 24
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 234490
Samtals gestir: 55581
Tölur uppfærðar: 18.2.2020 15:06:56