Ferðafélagið Hörgur heimasíða

 
 
 
clockhere

Nafn:

Ferðafélagið Hörgur

Farsími:

6907792 Gestur Hauksson umsjónarmaður Baugasels

Afmælisdagur:

Stofnað 23. júní 1981

Heimilisfang:

Laugaland 601 Akureyri

Staðsetning:

Hörgársveit

Heimasími:

Formanns 5885368 / 8972888

Um:

Vefstjóri heimasíðunnar er: Guðmundur Skúlason sími 8461589

Kennitala:

621295-2769

Bankanúmer:

1187-26-3773

Tenglar

 

Árið 1990 og 1991


Starfsskýrsla formanns, fyrir árin 1990 og 1991

 

    Vegna fjarveru formanns er þessi aðalfundur haldinn um hálfu ári

    síðar en venja hefur verið. Varamaður, Björn Pálsson í Flögu gegndi

    formannsstarfi á þessu ári. Skýrslan þessi verður látin ná yfir

    tímabilið á milli aðalfunda.

 

    Ekki verður sagt að starfsemi félagsins hafi verið með neinum

    sérstökum blóma á þessu tímabili, en því fer þó víðs fjarri

    aðfélagið sé dautt, og ekki eru nein sérstök dauðamerki á því enda

    þótt menn fjölmenni ekki á aðalfund. Ferðafélagið á það

    sameiginlegt með öðrum félögum að starfsemin er borin uppi af fáum

    einstaklingum. Raunar á öll félagsstarfsemi í sveitum okkar í vök

    að verjast bæði vegna samkeppni fjölmiðla, nágrennis við þéttbýli

    og e.t.v. annara hluta.

 

    Sumarið 1990 var starfsemin í lágmarki og engar ferðir farnar.

    Hins vegar var mikið fjölmenni á Jónsmessuvökunni sem þótti takast

    vel. Komu menn frá Sjónvarpinu og festu samkomuna á filmu sem sýnd

    var síðar um sumarið í Ríkissjónvarpinu. Smávegis var unnið við

    lagfæringar á Baugaselsbænum, meðal annars þurfti að skipta um

    gerefti umhverfis glugga vegna þess að hross höfðu nagað þau að

    vetrinum. Rúm voru sett upp í framhúsi. Um miðjan nóvember sótti

    svo góður hópur fólks kvöldvöku í Baugaseli.

 

    Á árinu 1991 hófst starfsemin með ferð í Drangey á Skagafirði 22.

    júní og þótti hún takast ljómandi vel með 25 þáttakendum.

    Jónsmessan var að venju fjölsótt, en nokkurum vanda olli það að

    brúin yfir Barká hafði fokið í aftakaveðri í byrjun febrúar. Hún

    var lögð sem göngubrú yfir ána í vor og var notuð sem slík yfir

    sumarið. Mikið var í Barkánni í allt sumar og var hún oft illfær

    fyrir jeppa. Má því segja að brúarleysinu hafi fylgt nokkur hætta,

    en ferðamenn hafa í vaxandi mæli lagt leið sína í Baugasel. Varð

    það því að ráði að Ferðafélagið og landeigendur í Gerði og

    Þúfnavöllum sameinuðust um það að koma brú á ána nú í haust.

    Yfirsmiður var Ari Friðfinnsson og lögðu ýmsir aðrir velunnarar

    Ferðafélagsins verkinu einnig lið. Brúarsmíðin gekk vel og var

    henni lokið í október, og var hún nú formlega tekin í notkun við

    upphaf þessa fundar. Brúarsmíðin varð nokkuð kostnaðarsöm, en við

    vonumst til að ná þeim kostnaði aftur inn frá Vegagerð ríkisins,

    en hugmyndin er að sækja um peninga í Fjallvegasjóð til

    brúargerðarinnar. Loks er þess að geta að Björn í Flögu stóð fyrir

    jeppaferð suður yfir Sprengisand og á Landmannalaugasvæðið nú í

    ágúst.

 

    Félagið okkar á ýmis verkefni fyrir höndum, einkum varðandi

    Baugaselsbæinn. Bærinn er orðinn vinsæll áfangastaður ferðamanna,

    og þurfum við að halda honum í lagi þannig að til sóma verði fyrir

    félagið. Brýnast er að koma innréttingum í það horf að hér verði

    auðvelt að gista. Enn fremur þurfum við að snúa okkur að því að

    taka fjósið til meðferðar, annað hvort að fjarlægja það eða

    lagfæra. Þá tel ég rétt að bjóða áfram uppá mismunandi ferðalög og

    liðsinna þannig fólki á svæðinu við að skoða landið okkar.

 

    Bjarni E. Guðleifsson.

Flettingar í dag: 216
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 24
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 234490
Samtals gestir: 55581
Tölur uppfærðar: 18.2.2020 15:06:56