Ferðafélagið Hörgur heimasíða

 
 
 
clockhere

Nafn:

Ferðafélagið Hörgur

Farsími:

6907792 Gestur Hauksson umsjónarmaður Baugasels

Afmælisdagur:

Stofnað 23. júní 1981

Heimilisfang:

Laugaland 601 Akureyri

Staðsetning:

Hörgársveit

Heimasími:

Formanns 5885368 / 8972888

Um:

Vefstjóri heimasíðunnar er: Guðmundur Skúlason sími 8461589

Kennitala:

621295-2769

Bankanúmer:

1187-26-3773

Tenglar

 

Fréttir 2012

    7. ágúst 2012

  Vakin skal athygli á því að gerð hefur verið breyting á áður auglýstri ferðaáætlun félagsins nú í ágúst. Áætlunina eins og hún lítur út eftir breytinguna má sjá hér á heimasíðunni. 
  Ágæt þátttaka hefur verið í ferðum sumarsins, þeim verða gerð betri skil á heimasíðunni síðar.   

    2. apríl 2012    
   
Stjórn Hörgs: Gestur, Arnar og Guðmundur  Í kvöld kom stjórn Hörgs saman til fundar á Staðarbakka.
  Verið var að ræða starfið framundan og má sjá um það í fundargerðinni. Hana má finna hér.  
    GTS       27. mars 2012.  Aðalfundur Hörgs

Gestur, Arnar, Þórður, Guðm., Sigrún, Jón og Jósavin
  Í kvöld var aðalfundur Hörgs haldinn á Möðruvöllum heima hjá Bjarna formanni eins og venja hefur verið með aðalfundi félagsins undanfarin ár. Alls voru átta manns á fundinum, sem verður nú að teljast nokkuð gott í félagi sem telur um 50 félaga. Þetta var venjulegur aðalfundur með starfsskýrslu formanns, afgreiðslu reiknings félagsins og kosningum, auk umræðna um þessi hefðbundnu atriði og annað sem fólki þótti skipta máli er félagið varðar.
Bjarni E GuðleifssonArnar Pálsson
  Breyting varð á stjórn Hörgs þar sem Bjarni E Guðleifsson, sem verið hefur formaður félagsins frá stofnun þess þann 23. júní 1981, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Nýr formaður var kjörinn Arnar Pálsson í Baldursheimi, Hörgársveit.
  Í fundarlok sýndi Guðmundur á Staðarbakka myndir með skjávarpa frá sýnum heimaslóðum, þar sem mátti sjá fjöll og fossa, auk ýmissa fyrirbæra í náttúrunni og frá búskapnum.
  Nánar um fundinn má sjá í fundargerðinni, sem má finna hér.


    19. mars 2012

Foss í Hörgá neðan við Svínamýrar  Í kvöld kom stjórn Ferðafélagsins Hörgs, saman til stjórnarfundar á Staðarbakka. Aðalefni fundarins var að ræða um hvenær aðalfundur félagsins verði haldinn og undirbúa hann. 
  Ákveðið var að halda fundinn þriðjudaginn 27. mars nk. að Möðruvöllum 3 kl. 20:30. Auk venjulegra aðalfundarstarfa, verður Guðmundur Skúlason með myndasýningu af heimaslóðum.
  Fossinn á myndinni er framarlega í Hörgá, neðan við Svínamýrarnar og gæti því heitið Svínamýrafoss.
Flettingar í dag: 216
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 24
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 234490
Samtals gestir: 55581
Tölur uppfærðar: 18.2.2020 15:06:56