Ferðafélagið Hörgur heimasíða

 
 
 
clockhere

Nafn:

Ferðafélagið Hörgur

Farsími:

6907792 Gestur Hauksson umsjónarmaður Baugasels

Afmælisdagur:

Stofnað 23. júní 1981

Heimilisfang:

Laugaland 601 Akureyri

Staðsetning:

Hörgársveit

Heimasími:

Formanns 5885368 / 8972888

Um:

Vefstjóri heimasíðunnar er: Guðmundur Skúlason sími 8461589

Kennitala:

621295-2769

Bankanúmer:

1187-26-3773

Tenglar

 

Fréttir 2013

13. júlí 2013

Gönguferð á Kistu og Strýtu, sem fara átti laugardaginn 20. júlí hefur verið frestað um óákveðinn tíma.

23. júní 2013

Þann 23. júní var haldin árleg Jónsmessuvaka í Baugaseli. 32 voru mættir til leiks, voru þar lesnar vísnagátur, farið var í leiki, sungið og spjallað. Veður var með eindæmum gott, stillt og 12°C hiti. 

21. júní 2013

14 manns gengu á Staðarhnjúk í árlegri Sólstöðugöngu félagsins þann 21. júní. Gangan gekk vel, snjór var ekki til trafala á leiðinni því hann var að mestu að norðan í skarðinu en ekki sunnan í því þar sem gengið er upp.

16. júní 2013

25 manns gengu frá Hrauni þann 16. júní upp að Hraunsvatni í blíðskaparveðri í tengslum við Fíflbrekkuhátíðina sem haldin er að Hrauni. Gengin var stikuð leið og tók gangan um 4 tíma. Búið er að stika gönguleið sem liggur frá Hrauni, að vatninu og aftur niður að Hrauni. Þetta er mjög falleg leið, fólk er vanara að ganga frá Hálsi en það má hiklaust mæla með þessari leið. Reyndar er svolítið erfitt færi yfir hraunið á leiðinni til baka en þar mun líklega myndast slóð með tímanum.

25. apríl 2013

Þann 25. apríl , sumardaginn fyrsta, gengu 10 manns á gönguskíðum upp í Baugasel í góðu veðri og reyndist hitastigið vera um og yfir frostmark. Þegar í Baugasel var komið lét sólin sjá sig og ferðamenn drukku kakó og borðuðu nesti í blíðunni.

20. apríl 2013

Aðalfundur Ferðafélagsins Hörgs verður haldinn í Leikhúsinu á Möðruvöllum þriðjudagskvöldið 23. apríl kl. 20.30.

Hefðbundin aðalfundarstörf.

Félagar hvattir til að mæta og nýir félagar sérstaklega velkomnir.

Stjórnin

Flettingar í dag: 216
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 24
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 234490
Samtals gestir: 55581
Tölur uppfærðar: 18.2.2020 15:06:56